Árið 2050 er áætlað að jarðarbúum muni hafa fjölgað um 22% í 9,7 milljarða, og með núverandi neyslumynstri er ekki erfitt að ímynda sér umhverfisáhrif þessarar fjölgunar, og þann efnisskort sem við munum standa frammi fyrir til að mæta vexti innviða.
Samkvæmt Ellen MacArthur Foundation eru flestar byggingar byggðar samkvæmt línulegri hugmyndafræði, og aðeins 20-30% af byggingar- og niðurrifsúrgangi (B&NÚ) er endurunninn eða endurnýttur. Samkvæmt úrgangstölfræði Eurostat, í ESB, var óvirkur B&NÚ 37,1% af öllum úrgangi sem varð til árið 2020 og varð þar með stærsti úrgangsstraumur í Evrópu. Árið 2020, í Póllandi, var hlutdeild B&NÚ í heildarúrgangi sem til fellur um 13% og á Íslandi – um 50%. B&NÚ er aðallega notaður sem uppfyllingarefni og landmótunarefni, sem í mörgum tilfellum ætti að flokkast sem downcycling, þ.e.a.s. veruleg skerðing á gæðum og virkni efnisins miðað við upprunaleg gildi þess.
Á sama tíma eru aðeins fimm efni ábyrg fyrir 55% af losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði á heimsvisu: stál (25%), sement (19%), pappír (4%), plast og ál (3%). Byggingariðnaðurinn er ekki aðeins aðalneytandi sements heldur notar hann einnig um 26% af áli, 50% af stáli og 25% af plasti[2].
Þar að auki, samkvæmt skýrslu Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna[3], er öflun og vinnsla hráefna (þar með talið fyrir byggingariðnaðinn) ábyrg fyrir meira en 90% af tapi á líffræðilegum fjölbreytileika á heimsvísu og álagi á ferskvatn.
Til að draga úr neikvæðum áhrifum byggignariðnaðarins á umhverfið þarf að innleiða hringrásarhagkerfið, og þannig varðveitast verðmæti byggingarefna og þau haldast á markaði eins lengi og mögulegt er.
Umskiptin yfir í hringrassarhagkerfi munu krefjast nýrrar kerfisbundinnar og heildrænnar nálgunar á hvernig byggingar eru hannaðar, notaðar og hvernig þeim er viðhaldið af öllum sem koma að byggingarferlinu. Hægt er að innleiða hringrasarstarfsemi í gegnum líftíma byggingar:
Í þessum hluta verður stuttlega farið yfir nýjar skyldur hagaðila í byggingariðnaði.
Vottunarkerfi sem stuðla að sjálfbærni eru að verða æ vinsælli í byggingariðnaðinum. Þessi vottunarkerfi innihalda oft hringrásarhagkerfið sem hluta af heildarsjálfbærni. Þessi hluti kynnir þá þætti hringrásarhagerfisins sem finna má í vinsælustu vottunarkerfunum. Þar að auki er umfjöllun um Umhverfisyfirlýsingar (EPD), sem vottunarkerfin mæla oft með að séu notaðar því að þær innihalda áreiðanlegar upplýsingar um umhverfisáhrif efna og vara.
[1]https://www.swecogroup.com/urban-insight/circularity/circular-construction-an-opportunity-we-cant-waste/
[2]SWECO, Building the future with data from the circular economy – Tools for extracting „green gold“, 2022.
[3]UNEP, RESOURCE EFFICIENCY AND CLIMATE CHANGE Material Efficiency Strategies for a Low-Carbon Future, 2020
[4]Kayaçetin et al., Social Impact Assessment of Circular Construction: Case of Living Lab Ghent, Sustainability, 15, 2023
[5]Brand S., How Buildings Learn: What Happens after They’re Built, Penguin Books, 1995
[6]Piasecki M., Assessment of environmental properties of products as part of the evaluation of a designed building, Installation Market, 7-8, 2014 (in Polish)