Að byggja upp sjálfbæra framtíð

Um CIRCON verkefnið

Íbúum þéttbýlis fjölgar á heimsvísu, og þar af leiðandi eykst eftirspurn eftir húsnæði og gistingu. Þessi aukning endurspeglast í vaxandi álagi í byggingartengdri starfsemi, sem leiðir af sér aukna neyslu byggingarefna og aukna myndun byggingar- og niðurrifsúrgangs (B&NÚ). Þetta kallar á aðgerðir því að öflun og vinnsla hráefna fyrir byggingariðnaðinn hefur töluverð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og losun gróðurhúsalofttegunda. B&NÚ er nú þegar einn stærsti úrgangsstraumurinn í Evrópusambandinu og á Íslandi.

Yfirlit

Til að draga úr neikvæðum áhrifum byggignariðnaðarins á umhverfið þarf að innleiða hringrásarhagkerfið, og þannig varðveitast verðmæti byggingarefna og þau haldast á markaði eins lengi og mögulegt er. Fyrir þessa breytingu þarf trausta og kerfisbundna þekkingu á hringrásarhagkerfinu í byggingariðnaðinum. Helsta markmið CIRCON verkefnisins er að leggja grunn að slíkri þekkingu (fullt nafn verkefnis: Hringrásarhagkerfið í byggingum: vistvæn hönnun hringrásarbygginga).

Markmið

Verkefnið miðar að því að auka þekkingu á hringrásarsmíði í pólskum og íslenskum byggingariðnaði, meðal annars með því að búa til leiðbeiningar um meginreglur hringrásarbygginga. Þessi vefsíða inniheldur helstu atriði sem tengjast hringrásarsmíði, en við lítum á hana sem upphafspunkt og grunn sem við viljum að sé í stöðugri þróun. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða vilt segja okkur frá þinni reynslu sem gæti auðgað leiðbeiningarnar, endilega hafðu samband við okkur með því að senda tölvupóst á kjag@graennibyggd.is. Saman getum við verið hluti af breytingunni.

Samstarfsaðilar verkefnisins

Samstarfsaðilar okkar hafa langvarandi reynslu bæði af hagnýtum og rannsóknarþáttum í framkvæmd hringlaga hagkerfisins í byggingargeiranum.

Grænni byggð

GBCI

Grænni byggð hefur hvatt til sjálfbærrar þróunnar byggðar síðan 2010. Samtökin efla umhverfisvitund og virkja grænar aðgerðaáætlanir fyrir byggingar- og mannvirkjageirann, hvetja yfirvöld til að setja á löggjöf sem beinir markaðinum í sjálfbærari átt, og fræða og hvetja hagsmunaaðila í byggingargeiranum.

Heimasíða

Pólska Green Building Council

PLGBC

Pólska Green Building Council (PLGBC) hefur haft það markmið að umbreyta pólskum byggingariðnaði í átt að sjálfbærni síðan 2008. Til þess vinna þeir með fjölbreyttum sérfræðingum. Lykilstarfsemi þeirra er kolefnislosun bygginga og aðlögun að loftslagsbreytingum, hringrásarhagkerfið í byggingariðnaðinum, aukinn líffræðilegur fjölbreytileiki og bætt lífsgæði samfélagsins.

Heimasíða

Sílesíski Tækniháskólinn

SUT

Sílesíski Tækniháskólinn er leiðandi háskóli í tækni og nýsköpun í póllandi. Teymið sem skipað var í verkefnið hefur yfir 30 ára reynslu af úrgangsstjórnun og hringrásarhagkerfinu, sem þeir hafa öðlast í samstarfi við innlenda og alþjóðlega samstarfsaðila á sviðum rannsókna og iðnaðar, og einnig í samstarfi við stjórnvöld.

Heimasíða

Upplýsingar um styrk

Upplýsingar um styrki frá EES og Noregi

EES- og Noregsstyrkirnir eru framlag Íslands, Liechtenstein og Noregs í átt að grænni, samkeppnishæfri Evrópu án aðgreiningar.

Það eru tvö heildarmarkmið: að draga úr efnahagslegu og félagslegu misræmi í Evrópu og að efla tvíhliða tengsl milli gjafalandanna og 15 ESB-ríkja í Mið- og Suður-Evrópu og Eystrasaltslöndunum. Styrktarríkin þrjú eru í nánu samstarfi við ESB í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Styrkveitendur hafa lagt fram 3,3 milljarða evra með samfelldum styrkkerfum á árunum 1994 til 2014. Fyrir tímabilið 2014-2021 nema EES og Noregi styrkir 2,8 milljörðum evra.

Forgangsverkefni þessa tímabils eru:

  • Nýsköpun, rannsóknir, menntun og samkeppnishæfni
  • Félagsleg aðlögun, ungmennastarf og fátækt
  • Umhverfi, orka, loftslagsbreytingar og lágkolefnishagkerfi
  • Menning, borgaralegt samfélag, góðir stjórnarhættir og grundvallarréttindi
  • Dóms- og innanríkismál

Hæfi til styrkja endurspeglar viðmiðin sem sett eru fyrir Samheldnisjóð ESB sem miða að aðildarlöndum þar sem vergar þjóðartekjur (GNI) á hvern íbúa eru minna en 90% af meðaltali ESB.

Styrkjakerfi EES og Noregs samanstendur af tveimur fjármálakerfum. EES-styrkirnir eru fjármagnaðir í sameiningu af Íslandi, Liechtenstein og Noregi, en framlög þeirra eru byggð á landsframleiðslu þeirra. Noregsstyrkir eru eingöngu fjármagnaðir af Noregi.

Frekari upplýsingar má finna á: https://eeagrants.org/

Upplýsingar um samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands

Pl Flag And EmblemStyrkur frá pólska ríkinu var veittur til verkefnisins innan áætlunarinnar: Umhverfi, orka og loftslagsbreytingar, áætlunarsvæði: loftslagsmál.

Photo by Einar H. Reynis on Unsplash