Íbúum þéttbýlis fjölgar á heimsvísu, og þar af leiðandi eykst eftirspurn eftir húsnæði og gistingu. Þessi aukning endurspeglast í vaxandi álagi í byggingartengdri starfsemi, sem leiðir af sér aukna neyslu byggingarefna og aukna myndun byggingar- og niðurrifsúrgangs (B&NÚ). Þetta kallar á aðgerðir því að öflun og vinnsla hráefna fyrir byggingariðnaðinn hefur töluverð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og losun gróðurhúsalofttegunda. B&NÚ er nú þegar einn stærsti úrgangsstraumurinn í Evrópusambandinu og á Íslandi.
Til að draga úr neikvæðum áhrifum byggignariðnaðarins á umhverfið þarf að innleiða hringrásarhagkerfið, og þannig varðveitast verðmæti byggingarefna og þau haldast á markaði eins lengi og mögulegt er. Fyrir þessa breytingu þarf trausta og kerfisbundna þekkingu á hringrásarhagkerfinu í byggingariðnaðinum. Helsta markmið CIRCON verkefnisins er að leggja grunn að slíkri þekkingu (fullt nafn verkefnis: Hringrásarhagkerfið í byggingum: vistvæn hönnun hringrásarbygginga).
Verkefnið miðar að því að auka þekkingu á hringrásarsmíði í pólskum og íslenskum byggingariðnaði, meðal annars með því að búa til leiðbeiningar um meginreglur hringrásarbygginga. Þessi vefsíða inniheldur helstu atriði sem tengjast hringrásarsmíði, en við lítum á hana sem upphafspunkt og grunn sem við viljum að sé í stöðugri þróun. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða vilt segja okkur frá þinni reynslu sem gæti auðgað leiðbeiningarnar, endilega hafðu samband við okkur með því að senda tölvupóst á kjag@graennibyggd.is. Saman getum við verið hluti af breytingunni.
Photo by Einar H. Reynis on Unsplash