Photo by Aron Visuals on Unsplash
Hönnunarteymi gegna mikilvægu hlutverki í hringrásarbyggingu þar sem þau taka ákvarðanir sem hafa áhrif á hversu vel byggingar fylgja hugmyndum hringrásarhagkerfisins á ýmsum stigum byggingarferilsins, þ.e. á hugmynda-, hönnunar-, útfærslu-, notkunar- og niðurrifsstigum. Hins vegar gegna aðrir hagaðilar einnig mikilvægu hlutverki við innleiðingu hringrásarhagkerfis í starfsháttum. Til dæmis ættu verktakar að íhuga að draga úr úrgangi og endurnýta byggingarhluta á meðan byggingu stendur, og eftir að bygging hefur verið reist, og eigendur verkefna (t.d. fjárfestar) ættu að hvetja allt teymið til að huga að hringrásarhagkerfinu.
Í þessum hluta er hægt að finna hugmyndir um hvernig hægt sé að innleiða hringrásarhagkerfi í byggingariðnaði á ýmsum stigum verkefnis (þ.e. hugmynda-, byggingar- og matsstigum), en þessar hugmyndir eru byggðar á samtali við sérfræðinga og Level(s) leiðbeiningunum