Photo by Einar H. Reynis on Unsplash
Staðsetning: Amsterdam, Holland
Tilgangur byggingar: Fjölnota aðstaða (t.d. höfuðstöðvar banka, þjónustuhúsnæði, samstarfsrými)
Tegund byggingar: Nýbygging
Verklok: 2017
Circl byggingin var fyrsta verkefnið sem innleiddi sjálfbæra hringrásarhönnun í Hollandi. Innan verkefnisins var litið til allra meginþátta hringrásarsmíðis. Í fyrsta lagi voru ýmsir hlutar og efni endurnýtt (t.d. gömul gler framhlið) eða endurframleidd/endurunnin og endurnýtt í byggingunni (t.d. einangrun búin til úr gömlum gallabuxum). Í öðru lagi var byggingin hönnuð til að lágmarka efnisnotkun og myndun úrgangs. Ennfremur var forðast að nota varanlegar og eyðileggjandi tengingar svo hægt verði að taka efnin/hlutana í sundur og endurnýta í framtíðinni. Í þriðja lagi, voru veggir gerðir hreyfanlegir til að auka rýmissveigjanleiki (umbreytanleika), aðlögunarhæfni og samnýtingarmöguleika hússins. Að auki eru sumir þættir leigðir sem „object-as-a-service“. Síðast en ekki síst eru öll efni og þættir skráðir sem „stafrænn tvíburi“ og geymdir sem vegabréf byggingarinnar.
Staðsetning: Skógarströnd, Ísland
Tilgangur byggingar: Íbúðarhúsnæði og gistiheimili
Tegund byggingar: Endurbætur og viðbygging
Verklok: 2019
Byggingarnar á Dröngum eru í dag nýttar undir gistiheimili og íbúðarhús, en áður fyrr stóðu þar mannvirki sem voru nýtt undir starfsemi bændabýlis (vélaskemma, fjós, íbúðarhús og hlaða). Mannvirkin voru byggð á 9. áratugnum og notuð til aldamóta, en voru í niðurníðslu þegar nýir eigendur tóku við þeim. Að endurgera núverandi byggingarmassa er nú þegar í anda hringrásarhagkerfisins, en þar að auki miðaði verkefnið að því að viðhalda burðarvirki og öðrum efnum eftir fremsta megni, til að varðveita byggingararfleifð og lágmarka umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Sem verkefni í einkaeigu eru Drangar dæmi um hringrásarhugarfær á smætti skala.
Staðsetning: Helsinki, Finnland
Tilgangur byggingar: Fjölnota aðstaða (t.d. bókasafn, skrifstofuhúsnæði, kvikmyndahús, sýningaraðstaða)
Tegund byggingar: Nýbygging
Verklok: 2018
Aðalbokasafnið í Helsinki var byggt án þess að flytja inn byggingarefni utan landsteinanna, fyrir utan timbur. Rýmin voru hönnuð með aðlögunarhæfni og sveigjanleika í huga, og miklir möguleikar eru því fyrir samnýtingu rýma. Fyrir vikið er rýmið meðal annars notað sem bókasafn, ráðstefnu- og sýningarými, samvinnurými, ljósmynda- og hljóðver, skrifstofuhúsnæði, eða kaffihús og veitingastaður.
Staðsetning: Osló, Noregur
Tilgangur byggingar: Skrifstofuhusnæði
Tegund byggingar: Endurbætur og viðbygging
Verklok: 2021
Kristian Augustus gate 13 (KA13) er fyrsta verkefnið í Noregi sem var byggt í anda hringrásarhagkerfisins með næstum 80% efnisendurnýtingu. Verkefnið snerist um að endurbæta húsnæðið sem var þegar á lóðinni (2734 m2), bæta við viðbyggingu (855 m2), og endurgerð kjallara (708 m2).
KA13 lagði áherslu á tvo meginþætti hringrasarsmíði: endurnýtingu efnis og hönnun fyrir sundurtöku. Við endurbætur á húsnæðinu sem var þegar á lóðinni var tekið tillit til þess að nýta byggingarmagn og efni eftir fremsta megni. Fyrir viðbygginguna var endurnýtt efni notað, sem var meðal annars safnað saman frá 25 niðurrifs- og endurbótaverkefnum í nagrenni við byggingarstað, frá endurvinnslustöðvum, en einnig var úrgangur/afgangur tekinn frá vöruhúsum söluaðila/framleiðenda. Ennfremur voru endurnýtt efni notuð til að búa til byggingarhluta sem hægt er að taka í sundur. Að lokum var haft í huga að efni sem ekki var notað í KA13 yrði notað í önnur verkefni á vegum verkefnastjóra og framkvæmdastjóra (Entra ASA).
Staðsetning: Orzesze, Pólland
Tilgangur byggingar: Skrifstofubygging og mötuneyti starfsmanna
Tegund byggingar: Aðlögun og endurnýjun
Verklok: 2021
Fyrrum stóriðjusamstæða frá sjöunda áratugnum var aðlöguð fyrir nýjar höfuðstöðvar danska fyrirtækisins NT Industry. Verkið fólst meðal annars í því að gera upp gamla hliðhúsið, aðlaga iðnaðarsalinn að skrifstofu og nýju mötuneyti fyrir 250 starfsmenn og útbúa garð og afþreyingarrými fyrir utan mötuneytið. Verkefnið snerist um að skapa engan úrgang, og að endurheimta gömlu byggingarnar með sem minnstu inngripi. Þar af leiðandi héldust byggingarlistarform og byggingarmál óbreytt og framhlið og gluggaskipan hélst í upprunalegri mynd. Þar að auki voru innréttingarnar hannaðar í iðnaðarstíl, og gert var við gamla stálhluta, til að viðhalda karakter byggingarinnar. Síðast en ekki síst var skrifstofubyggingin og mötuneytið hannað með sveigjanleika í rýmisnotkun í huga, sem eykur aðlögunarhæfni og samnýtingu.
Staðsetning: Lausanne, Sviss
Tilgangur byggingar: Skrifstofubygging
Tegund byggingar: Stækkun
Verklok: 2019
Ólympíuhúsið var verkefni sem miðaði að því að stækka höfuðstöðvar Alþjóðaólympíunefndarinnar til að hýsa allt starsfólk, en áður voru 500 einstaklingar dreifðir á skrifstofum víðsvegar um borgina. Sjálfbær þróun var einn helsti þátturinn í verkefninu. Áhersla var meðal annars lögð á auðlindanýtingu (t.d. draga úr vatnsnotkun um 60% og orkunotkun um 35%, samanborið við hefðbundna nýja skrifstofubyggingu), þægindi notenda (t.d. aðlögunarhæf rými og 90% af rými í reglulegri notkun með vönduðu útsýni), grænvæðing (t.d. 2500 m2 af gróðurþaki og 150 tré gróðursett á staðnum og á nærliggjandi svæðum), og hringrasarhagkerfið (t.d. vandað niðurrif á fyrrum skrifstofum Alþjóðaólympíunefndarinnar sem leiddi til 95% endurnotkunar- eða endurvinnsluhlutfalls).